fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Kolbrún skrifar um stjórn KSÍ: „Ekki nema von að mörgum ofbjóði, þótt fáir þori að opinbera það“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. september 2021 09:05

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar leiðara í Fréttablaðinu í dag þar sem hún segir að stjórn KSÍ hafi ekki átt að segja af sér fyrir viku síðan. Stjórnin sagði af sér degi eftir að Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins. Ástæðan eru ásakanir um að sambandið hafi um langt skeið þaggað niður meint kynferðisbrot landsliðsmanna.

Málið sem mest hefur verið til umræðu síðustu daga er málefni Kolbeins Sigþórssonar. Árið 2017 lögðu tvær konur fram kæru gegn honum, Kolbeinn hefur neitað því að hafa bætt þær ofbeldi en greiddi miskabætur. Málinu lauk í sátt allra aðila.

Fleiri mál tengd meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna hafa verið í umræðunni, Gylfi Þór Sigurðsson er undir rannsókn í Bretlandi og þá hefur verið rætt um fleiri mál tengd landsliðsmönnum.

„Þótt það endurspeglist ekki nægilega vel í opinberri umræðu þá hefur fjölmörgum blöskrað harkan og miskunnarleysið í máli þekkts knattspyrnumanns. Hann var sakaður um ofbeldi, viðurkenndi ósæmilega hegðun og greiddi bætur. Málinu lauk því með sátt. Nokkrum árum síðar er þetta mál rifjað upp og svo virðist sem hafa eigi bæði æruna og lífsviðurværið af knattspyrnumanninum, sem hefur gert sitt til að bæta fyrir brot sitt,“ skrifar Kolbrún í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Kolbrún skrifar svo um meinta nauðgunarmenningu í tengslum við búningsklefa knattspyrnumanna. „Nýjar upplýsingar sýna svo að ekki á allt sem haldið hefur verið fram í málinu við rök að styðjast. Á sama tíma eru stunduð hávær hróp um nauðgunarmenningu meðal knattspyrnumanna og umræður þeirra í búningsklefum eiga að vera til marks um það. Ekkert hefur þó frést af umfangsmiklum upptökum á klámkenndum samræðum knattspyrnumanna, sem sannað gætu fullyrðingar um grasserandi nauðgunarmenningu.“

Kolla snýr svo spjótum sínum að stjórn KSÍ sem sagði öll af sér á einu bretti vegna málsins, hún telur að það hafi verið mistök.

„Í miklum dómsdagshávaða þar sem alls kyns fullyrðingum og ásökunum hefur verið kastað fram reynist mörgum erfitt að halda haus. Það á við um stjórn KSÍ sem þoldi ekki álagið og sagði af sér á einu bretti. Stjórnin hefði sýnt meiri manndóm með því að standa í lappirnar fremur en að lúffa fyrir múgæsingi.“

„Allt þetta mál er dæmi um það þegar farið er algjörlega offari. Fullyrðingum og ásökunum er kastað fram og þar sem margir fara á taugum er málið ekki rannsakað ofan í kjölinn. Yfirvegun og skynsemi fýkur út í veður og vind. Það er ekki nema von að mörgum ofbjóði, þótt fáir þori að opinbera það af ótta við fordæmingu,“ skrifar Kolbrún í leiðara sínum.

Leiðara Kolbrúnar má lesa í heild hérna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill