fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Viktor Bjarki nýr yfirþjálfari KR – Kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 17:13

© 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor Bjarki Arnarsson hefur verið ráðinn nýr yfirþjálfari Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Hann kemur til félagsins frá HK, þar sem hann hefur verið frá árinu 2017, fyrst sem spilandi aðstoðarþjálfari og svo aðstoðarþjálfari, afreksþjálfari og fulltrúi HK í þjálfarateymi við afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi.

Viktor Bjarki er alls ekki ókunnur KR þar sem hann spilaði fyrir félagið 2008-2009 og aftur 2010-2012 þar sem hann vann bæði bikar- og Íslandsmeistaratitla fyrir KR. Hann er með UEFA A þjálfaragráðu.

„Það er gaman að snúa aftur í KR enda spennandi tímar framundan hjá félaginu og góð áskorun að taka þátt í metnaðarfullri uppbyggingu til framtíðar í Vesturbænum,“ segir Viktor Bjarki.

Sem yfirþjálfari mun Viktor Bjarki meðal annars hafa yfirumsjón með faglegu starfi knattspyrnudeildar og setja saman þjálfunarstefnu félagsins i samráði við framkvæmdastjórn. Auk þess kemur Viktor inn í þjálfarateymi meistaraflokks félagsins, sinna afreksstefnu og greiningarvinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár