fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Báðu um frí fyrir Kjartan svo hann gæti spilað landsleik en því var hafnað – ,,Drengurinn á að vera í skólanum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 24. september 2021 12:33

Kjartan Henry Finnbogason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Henry Finnbogason birti í dag bréf frá árinu 2001 þar sem Knattspyrnusamband Íslands óskaði eftir því að fá leyfi frá Hagaskóla, grunnskólaskóla 15 ára Kjartans á þeim tíma, fyrir hann til að spila unglingalandsleik gegn Frökkum. Beiðninni var hafnað af hálfu skólsatjóra Hagaskóla.

Í bréfi KSÍ kom fram að Kjartan ætti að mæta á æfingu klukkan 17 þann 25. september og hitta svo landsliðið á hádegi daginn eftir, á skólatíma.

,,Leyfi ekki veitt. Drengurinn á að vera í skólanum,“ var skrifað af skólastjóranum á bréfið. Með myndinni af því sem Kjartan birti á Twitter skrifaði þessi framherji KR ,,Skólastjóri Hagaskóla grjótharður!“

Það sem vekur athygli er að þrátt fyrir þetta þá var Kjartan í byrjunarliði í leiknum gegn Frökkum þann 26. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar

Byrjunarlið Manchester United og Newcastle – Sesko byrjar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur
433Sport
Í gær

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn

Segir það sama og á síðustu leiktíð – Ekki að berjast um titilinn
433Sport
Í gær

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“