fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
433Sport

Messi að glíma við hnémeiðsli – Óvíst hvort hann verði með gegn City

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 21. september 2021 19:01

Lionel Messi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSG staðfesti í dag að Lionel Messi væri að glíma við hnémeiðsli eftir að framherjinn var tekinn af velli í leik liðsins gegn Lyon um síðustu helgi.

Messi virtist ósáttur við að vera tekinn af velli þegar að 15 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, var mikið gagnrýndur fyrir skiptinguna.

Mauro Icardi tókst að réttlæta ákvörðun þjálfarans þegar hann skoraði sigurmark Parísarliðsins í uppbótartíma og PSG hefur nú unnið sex leiki af sex í frönsku úrvalsdeildinni í ár.

Pochettino sagði eftir leik að hann hefði tekið Messi út af til að passa upp á að hann meiddist ekki alvarlega. Ljóst er að Argentínumaðurinn verður ekki með gegn Metz um næstu helgi en óljóst er hvort hann verði klár í slaginn gegn Man City í Meistaradeildinni í næstu viku.

Félagið hefur tjáð sig um Messi, staðan er ljós,“ sagði Pochettino á þriðjudag. „Við vorum ánægðir með Messi á sunnudag en sáum að hann kom við hnéð á sér, hann lék 75 mínútur sem er ánægjulegt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrír kostir á borði United ef Solskjær fær stígvélið í dag

Þrír kostir á borði United ef Solskjær fær stígvélið í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ný tíðindi um stöðu Solskjær – Aflýsti öllu og fundar með Glazer um stöðuna

Ný tíðindi um stöðu Solskjær – Aflýsti öllu og fundar með Glazer um stöðuna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar Þór byrjaður að teikna upp næsta hóp – Hausverkurinn heldur áfram

Arnar Þór byrjaður að teikna upp næsta hóp – Hausverkurinn heldur áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Margir fá sting í hjartað yfir svipbrigðum Ferguson í gær

Margir fá sting í hjartað yfir svipbrigðum Ferguson í gær
433Sport
Í gær

„Þetta er minn versti dagur sem stjóri“

„Þetta er minn versti dagur sem stjóri“
433Sport
Í gær

Leikvangur sem tekur 5000 manns á meðal þess sem finna má í hugmyndum stórhuga KR-inga – ,,Það er ekki eftir neinu að bíða“

Leikvangur sem tekur 5000 manns á meðal þess sem finna má í hugmyndum stórhuga KR-inga – ,,Það er ekki eftir neinu að bíða“