fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Enski boltinn: Tottenham engin fyrirstaða fyrir Chelsea

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 19. september 2021 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tók á móti Chelsea í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leiknum lauk með 0-3 sigri Chelsea.

Tottenham var ívið sterkara liðið í fyrri hálfleik en Chelsea átti erfitt með að skapa sér færi. Kepa stóð vaktina í markinu fyrir Chelsea og varði vel nokkrum sinnum.

Tuchel virtist hafa lesið yfir sínum mönnum í hálfleik en allt annar bragur var á liðinu í seinni hálfleik. Thigao Silva kom Chelsea yfir snemma í seinni hálfleik með skallamarki eftir hornspyrnu. Kanté tvöfaldaði forystu gestanna tæpum tíu mínútum síðar með skoti langt utan af velli sem hafði viðkomu í Eric Dier og lak þaðan í markið. Eftir þetta stjórnuðu leikmenn Chelsea leiknum og Timo Werner fékk meðal annars góð færi til að gera út um leikinn.

Antonio Rudiger gulltryggði sigur Chelsea með þriðja markinu í uppbótartíma eftir góða sendingu frá Werner.

Tottenham 0 – 3 Chelsea
0-1 Thiago Silva (´49)
0-2 N. Kanté (´57)
0-3 A. Rudiger (´90+2)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Í gær

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Í gær

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“