fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool telur að endurkoma Ronaldo hafi neikvæð áhrif á fjóra leikmenn

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 18. september 2021 14:15

Cristiano Ronaldo og Paul Pogba / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur varað við því að endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United muni hafa neikvæð áhrif á fjóra leikmenn liðsins.

Ronaldo var keyptur til Manchester United frá Juventus undir lok sumars og skoraði hann tvö mörk í fyrsta leik í ensku deildinni.Carragher telur að Manchester United sé engu nær að berjast um Englandsmeistaratitilinn eða Meistarardeildina þrátt fyrir komu Ronaldo.

„Stóra spurningin er hvort að Ronaldo komi liðinu nær því að vinna ensku deildina og Meistaradeildina aftur. Mér finnst það ekki,“ sagði Carragher í dálki sínum í Daily Telegraph.

„United lítur enn út eins og samansafn stórkostlegra einstaklinga sem þarf að búa til lið úr.“

Carragher telur að endurkoma Ronaldo muni hafa neikvæð áhrif á Jadon Sancho, Paul Pogba, Edinson Cavani og Marcus Rashford.

„Ef hann er heill heilsu mun hann byrja frammi. Þá þurfa aðrir að breyta um stöður. Sancho er nú að berjast við Greenwood um stöðuna hægra megin. Auk þess eru afleiðingar fyrir Pogba sem byrjaði vel en var settur aftur á miðja miðjuna eftir komu Ronaldo. Svo er spurning hvað verður um Marcus Rashford og Edinson Cavani?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona