fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool telur að endurkoma Ronaldo hafi neikvæð áhrif á fjóra leikmenn

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 18. september 2021 14:15

Cristiano Ronaldo og Paul Pogba / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur varað við því að endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United muni hafa neikvæð áhrif á fjóra leikmenn liðsins.

Ronaldo var keyptur til Manchester United frá Juventus undir lok sumars og skoraði hann tvö mörk í fyrsta leik í ensku deildinni.Carragher telur að Manchester United sé engu nær að berjast um Englandsmeistaratitilinn eða Meistarardeildina þrátt fyrir komu Ronaldo.

„Stóra spurningin er hvort að Ronaldo komi liðinu nær því að vinna ensku deildina og Meistaradeildina aftur. Mér finnst það ekki,“ sagði Carragher í dálki sínum í Daily Telegraph.

„United lítur enn út eins og samansafn stórkostlegra einstaklinga sem þarf að búa til lið úr.“

Carragher telur að endurkoma Ronaldo muni hafa neikvæð áhrif á Jadon Sancho, Paul Pogba, Edinson Cavani og Marcus Rashford.

„Ef hann er heill heilsu mun hann byrja frammi. Þá þurfa aðrir að breyta um stöður. Sancho er nú að berjast við Greenwood um stöðuna hægra megin. Auk þess eru afleiðingar fyrir Pogba sem byrjaði vel en var settur aftur á miðja miðjuna eftir komu Ronaldo. Svo er spurning hvað verður um Marcus Rashford og Edinson Cavani?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði