fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool telur að endurkoma Ronaldo hafi neikvæð áhrif á fjóra leikmenn

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 18. september 2021 14:15

Cristiano Ronaldo og Paul Pogba / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur varað við því að endurkoma Cristiano Ronaldo til Manchester United muni hafa neikvæð áhrif á fjóra leikmenn liðsins.

Ronaldo var keyptur til Manchester United frá Juventus undir lok sumars og skoraði hann tvö mörk í fyrsta leik í ensku deildinni.Carragher telur að Manchester United sé engu nær að berjast um Englandsmeistaratitilinn eða Meistarardeildina þrátt fyrir komu Ronaldo.

„Stóra spurningin er hvort að Ronaldo komi liðinu nær því að vinna ensku deildina og Meistaradeildina aftur. Mér finnst það ekki,“ sagði Carragher í dálki sínum í Daily Telegraph.

„United lítur enn út eins og samansafn stórkostlegra einstaklinga sem þarf að búa til lið úr.“

Carragher telur að endurkoma Ronaldo muni hafa neikvæð áhrif á Jadon Sancho, Paul Pogba, Edinson Cavani og Marcus Rashford.

„Ef hann er heill heilsu mun hann byrja frammi. Þá þurfa aðrir að breyta um stöður. Sancho er nú að berjast við Greenwood um stöðuna hægra megin. Auk þess eru afleiðingar fyrir Pogba sem byrjaði vel en var settur aftur á miðja miðjuna eftir komu Ronaldo. Svo er spurning hvað verður um Marcus Rashford og Edinson Cavani?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn