fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Velta fyrir sér framtíð landsliðsmanna og Arnars: „Þá mæta þessar sjö hræður frá Öfgum og mótmæla“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. september 2021 14:30

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar vangaveltur eru í kringum íslenska landsliðið, framtíð lykilmanna og hvort þjálfararnir hreinlega haldi áfram ef stjórn KSÍ heldur áfram að skipta sér af liðsvali þeirra. Málið var rætt í hlaðvarpsþættinum The Mike Show í dag.

Flestum ætti að vera kunnugt um málavexti síðustu vikna þar sem stjórn sambandsins bannaði Arnari Viðarssyni að hafa Kolbein Sigþórsson í hópi sínum. Liðið kláraði verkefni sitt í síðustu viku og er á leið í annað verkefni í byrjun október.

Fram kom í Morgunblaðinu í vikunni að reyndir leikmenn í landsliðinu hætti að mæta í verkefni, ætli stjórnin að skipta sér af vali Arnars í hópinn. Guðni Bergsson formaður KSÍ og stjórnin sögðu af sér vegna ásakana um að sambandið væri að hylma yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna.

„Reyndar er Kolbeinn í tímabundnu leyfi hjá Gautaborg, mál sem er löngu búið að klára.,“ sagði Mikael Nikulásson í hlaðvarpsþættinum The Mike Show í dag.

Mikael fór þá í gegnum leikmannalista KSÍ og fór yfir menn sem gætu hugsanlega hætt miðað við frétt Morgunblaðsins. „Gylfi er úti, Alfreð er nánast aldrei með og er alltaf meiddur. Þá erum við að horfa í leikmenn eins og Kára Árnason, sem gefur kannski ekki einu sinni kost á sér ef Víkingur er í bikarúrslitum. Síðan eru leikmenn eins og Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Már Sævarsson mætir eflaust alltaf. Þetta eru reyndustu leikmennirnir, ég get ekki ímyndað mér að 26 ára Albert Guðmundsson hætti,“ sagði Mikael.

Mikael telur að Arnar Þór og Eiður Smári Guðjohnsen gætu hugsanlega sagt upp störfum ef stjórnin fer að skipta sér af valinu. „Ef að þetta gerist þá verður mest spennandi að sjá hvort landsliðsþjálfararnir verði í verkefninu,“ sagði Mikael.

Sigurður Gísli Snorrason tók þá til máls. „Arnar ætlar að segja af sér ef hann fær ekki að velja sitt besta lið,“ sagði Sigurður.

Skilur ekki umræðuna um mál Kolbeins:

Mikael botnar ekki í því að málefni Kolbeins sé til umræðu þessa dagana, málið hafi átt sér stað árið 2017. Síðan hafi það verið leyst með sáttargreiðslu til tveggja kvenna sem sökuðu Kolbein um ofbeldi.

„Mál Kolbeins er löngu búið. Það poppaði aftur upp núna, núna er þetta aftur búið. Það er búið að koma fram að þetta sé ekki allt satt og rétt, Kolbeinn greiddi skaðabætur og baðst afsökunar. Þetta á að vera búið, það verður allt vitlaust ef hann verður valinn,“ sagði Mikael um næsta hóp.

Mikael sagði að það yrðu ekki 9 þúsund hoppandi kátir stuðningsmenn á næsta leik ef leikmenn sem sakaðir hafa verið um ofbeldi mæta.. „Er ekki kominn tími til að hætta að hlusta á þann hóp,“ sagði Sigurður Gísli og átti þar við aðgerðarhópinn Öfga.

Hópurinn boðaði bæði til mótmæla og samstöðufundar í síðasta verkefni landslisðins. „Þá mæta þessar sjö hræður frá Öfgum og mótmæla, það hlustar enginn á þann hóp,“ sagði Sigurður um það hvort mótmælt yrði aftur í Laugardalnum í október.

Mikael endaði svo á að ítreka að áhugavert verði að fylgjast með málinu ef Arnari verður bannað að velja ákveðna leikmenn. „Það verður að spennandi að sjá hvort þessir menn mæta eða hvort þjálfararnir taki þátt í þessu. Símtal frá þeim sem ráða um sem dæmi að hann eigi ekki að taka Kolbein í verkefnið, þá held ég að hann hætti.“

Þáttinn má hlusta á í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“