fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Rikki G hraunar yfir Val: ,,Man varla eftir annari eins brotlendingu“ – Gaupi telur útilokað að Heimir verði rekinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 19:31

Rikki G. Mynd: Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tapaði gríðarlega óvænt, 2-1, gegn Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla fyrr í dag. Framtíð Heimis Guðjónssonar, þjálfara liðsins, hefur verið í umræðunni undanfarið vegna vonbrigða á tímabilinu í Pepsi Max-deildinni.

Valur, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, er í fimmta sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Ljóst er að úrslitin fyrir vestan í dag munu aðeins gefa orðrómum um að Heimir Guðjónsson gæti verið á förum byr undir báða vængi.

,,Man varla eftir annari eins brotlendingu hjá ríkjandi meistaraliði á nokkrum vikum. Verður ansi athyglisvert að fylgjast með Hlíðarenda eftir tímabil,“ skrifaði Ríharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem útvarpsmaðurinn og íþróttalýsandinn Rikki G, á Twitter eftir leik. Hann er stuðningsmaður Vals.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, svaraði honum og sagði engar líkur á því að Heimir hætti. ,,Heimir er með 4 ára samning og verður áfram. Ekki fleira. Eina,“ skrifaði Gaupi. Hann styður Val einnig.

Rikki benti honum þó á að hann hafi ekki minnst á þjálfaramál félagsins.

Heimir tók við Val fyrir síðustu leiktíð. Hann gerði þá að Íslandsmeisturum á sinni fyrstu leiktíð.

Heimir Guðjónsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur