fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Kolbeinn er landsliðsmaðurinn sem áreitti Þórhildi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 30. ágúst 2021 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn sem áreitti og réðst á Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur á skemmtistað árið 2017 er Kolbeinn Sigþórsson. Mannlíf greindi frá aðkomu Kolbeins um helgina.

Þórhildur Gyða steig fram á föstudag og greindi frá því að þvert á það sem KSÍ hefði haldið fram hafi þeim vissulega verið kunnugt um tilvik þar sem landsliðsmaður hafi verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi.

Ofbeldið sem hún var beitt fólst í því að Kolbeinn greip um klofið á henni og tók hana síðan hálstaki sem skildi eftir sig áverka sem hurfu ekki fyrr en að nokkrum vikum liðnum.

Kolbeinn bað Þórhildi afsökunar í kjölfar þess að hún kærði hann til lögreglu fyrir brotin og eftir að faðir Þórhildar hafði haft samband við stjórnarmenn KSÍ sem og forseta Íslands vegna málsins. Kolbeinn greiddi Þórhildi jafnframt miskabætur.

KSÍ ákvað um helgina að víkja Kolbeini úr íslenska landsliðshópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson