fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Breiðablik slátraði Fylki – Gríðarlega mikilvægur sigur HK

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 29. ágúst 2021 21:11

Úr leik hjá Breiðabliki / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í 19. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Fylkir 0-7 Breiðablik

Breiðablik heimsótti Fylki og gjörsamlega valtaði yfir heimamenn.

Kristinn Steindórsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru búnir að koma gestunum í 0-2 eftir um 20 mínútur.

Viktor Karl Einarsson bætti við þriðja markinu á 36. mínútu og um fimm mínútum síðar gerði Ólafur Kristófer Helgason í marki Fylkis sjálfsmark.

Staðan í hálfleik var 0-4.

Fimmta mark Blika lét bíða eftir sér þar til 20 mínútur lifðu leiks. Það skoraði Höskuldur. Stuttu síðar skoraði Davíð Örn Atlason sjötta mark gestanna frá Kópavogi.

Árni Vilhjálmsson skoraði svo síðasta mark leiksins á 85. mínútu. 0-7 sigur Blika staðreynd!

Breiðablik er komið aftur á toppinn í deildinni. Liðið hefur 41 stig, 2 stigum meira en Víkingur sem er í öðru sæti. Fylkir er komið í fallsætimeð 16 stig.

HK 1-0 Keflavík

HK er komið upp úr fallsæti eftir mjög svo mikilvægan sigur á Keflavík.

Marley Blair, leikmaður Keflavíkur, fékk rautt spjald á 22. mínútu leiksins fyrir að slá að Ásgeiri Berki Ásgeirssyni.

Stefan Alexander Ljubicic gerði svo eina mark leiksins fyrir HK á 74. mínútu. Lokatölur 1-0.

HK er nú í tíunda sæti deildarinnar með 17 stig, stigi meira en Fylkir sem er í fallsæti. Keflavík er sæti ofar með stigi meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Í gær

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Í gær

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga