fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

,,Draugurinn sem er kenndur við fall er farinn að banka hressilega á dyrnar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 18:15

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, spáir því að Fylkir muni falla úr Pepsi Max-deild karla í haust.

Fylkir hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum í deildinni. Liðið tapaði 2-0 gegn Stjörnunni í miklum fallbaráttuslag í gær.

Árbæingar eru í tíunda sæti, 2 stigum fyrir ofan fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir.

,,Ég er búinn að spá Fylki falli og ég stend ennþá við þá spá. Það er ekkert í gangi uppi í Árbæ,“ sagði Kristján í nýjasta þætti Dr. Football.

Ólafur Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson stýra Fylki saman. Kristján virðist vera farinn að efast um blönduna.

,,Draugurinn sem er kenndur við fall er farinn að banka hressilega á dyrnar. Það er spurning hvort að þetta tveggja þjálfara kerfi sé ekki bara að fjúka út um gluggann.“

Fylkir á erfiða dagskrá fyrir höndum í lokaumferðum Pepsi Max-deildarinnar. Breiðablik, KA, ÍA og Valur verða andstæðingarnir þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Í gær

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Í gær

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Lingard opinn fyrir endurkomu

Lingard opinn fyrir endurkomu
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“