fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
433Sport

Hjörvar segir þetta týpíska umræðu – Ráðast á aðkomumann og gera hann að blóraböggli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. ágúst 2021 09:22

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er krísa í Garðabæ en karlalið félagsins er í hættu á að falla úr efstu deild karla í knattspyrnu. Stjarnan tapaði gegn KA á Akureyri í gær og vakir falldraugurinn yfir Garðabæ.

Stjarnan hefur síðasta áratuginn átt lið í fremstu í röð í knattspyrnu karla en breyting er í ár, nú þegar fimm umferðir eru eftir hjá liðinu er Stjarnan aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Rætt var um leikinn í Dr. Football hlaðvarpinu í gær og beindust spjótin að Eyjólfi Héðinssyni sem fékk rautt spjald gegn KA.
„Stjarnan Ultras sendu mér skilaboð eftir leik, þeir fögnuðu. Eyjólfur er í banni í næsta leik, þeir fögnuðu af því að hann hefur ekki getað neitt. Hann var í miðverði þarna, honum er enginn greiði gerður það,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur þáttarins.

valli

Arnar Sveinn Geirsson tók í sama streng en Eyjólfur er 36 ára gamall. „Er þetta ekki komið gott, er hann ekki orðinn of þreyttur og aðeins of hægur,“ sagði Arnar.

Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins tók þá til máls og sagði þetta týpíska umræðu þegar staðan væri slæm. „Svona er þetta alltaf þegar liðum sem hefur gengið vel fer að ganga illa, þá er fundinn einn sem er helst aðkomumaður og orðinn fullorðinn. Þá er keyrt á hann, Viktor Bjarki hjá KR. Þegar það kom tapleikur þá var hann vonlaus, þetta er dæmigert til að búa til blóraböggul,“ sagði Hjörvar.

Arnar Sveinn svaraði þá Hjörvari og sagði. „Hann er ekki í þeim gæðaflokki sem hann hefur verið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo

Vilja fá aukaleikara frá Arsenal á láni til að fylla skarð Semenyo
433Sport
Í gær

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp

Hvorugur aðilinn vill nokkuð gefa upp
433Sport
Í gær

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla

Kalla Ratcliffe trúð og kalla eftir breytingum – Boða til mótmæla
433Sport
Í gær

Jeppe til liðs við KA

Jeppe til liðs við KA
433Sport
Í gær

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann

Áfram spretta upp sögur um ástandið í Beckham fjölskyldunni – Neitar að tala við foreldra sína nema í gegnum lögmann
433Sport
Í gær

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið

Bruno Fernandes hjólaði í fyrrum samherja þegar hann var með leiðindi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum
433Sport
Í gær

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu

Kristján Hjörvar yfirgaf Akranes og samdi við Aftureldingu