fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Lengjudeild karla: Selfoss með afar mikilvægan sigur gegn lánlausum Grindvíkingum – Gary Martin gerði tvö

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 19:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selfoss vann sterkan heimasigur gegn Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld. Leikurinn var liður í 16. umferð.

Gary Martin kom heimamönnum yfir strax á 5. mínútu. Hann tvöfaldaði forystu liðsins svo hálftíma síðar.

Staðan í hálfleik var 2-0.

Þegar 20 mínútur lifðu leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Sigurður Bjartur Hallsson fór á punktinn og skoraði. Hann jafnaði leikinn svo fyrir Grindvíkinga með marki á 88. mínútu.

Sagan var þó ekki öll sögð þarna þar sem Þór Llorens Þórðarson gerði sigurmark Selfyssinga í blálokin. Lokatölur 3-2.

Selfoss er í tíunda sæti deildarinnar með 15 stig. Liðið er 5 stigum fyrir ofan fallsæti en Þróttur Reykjavík, sem er þar, á þó leik til góða.

Það hefur ekkert gengið hjá Grindavík undanfarið. Liðið er í sjöunda sæti með 20 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tóku eftir skilaboðum þegar Haaland birti mynd með UFC stjörnu

Tóku eftir skilaboðum þegar Haaland birti mynd með UFC stjörnu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Riftir eftir erfiða mánuði

Riftir eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útilokaði sjálfur að taka við United

Útilokaði sjálfur að taka við United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið
433Sport
Í gær

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu