fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Guðmundur fær á baukinn: Fór í brúðkaup um helgina – Svona mál hafa áður vakið furðu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason einn ástsælasti sérfræðingur í íslenska boltanum hefur vakið athygli á því að Guðmundur Steinn Hafsteinsson framherji Fylkis var hvergi sjáanlegur þegar liðið mætti Keflavík, í efstu deild karla um helgina. Guðmundur gaf ekki kost á sér í leikinn vegna brúðkaups hjá vini sínum.

Fylkir berst við falldrauginn í efstu deild karla en Guðmundur gekk í raðir félagsins á dögunum. Hjörvar sagðist hafa átt mörg samtöl við Árbæinga sem eru ósáttir með Guðmund Stein.

„Þeir eru ekki hrifnir, það er keyptur framherji. Guðmundur Steinn, það er mikilvægur 9 stiga leikur við Keflavík. Enginn Guðmundur Steinn, menn fara að velta því fyrir sér hvar hann er. Hann var staddur í brúðkaupi,“ sagði Hjörvar í Dr. Football í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Það átti sér stað frægt atvik árið 2019 þegar Hannes Þór Halldórsson fór í brúðkaup og missti af leik hjá Val, markvörðurinn var meiddur og fékk frí.

„Það var allt vitlaust þegar maður missti af leik út af brúðkaupi,“ sagði Hjörvar og átti þar við Hannes Þór.

Hjörvar hélt svo áfram. „Hvernig ætlar þú að fá ást í Árbænum þegar þú getur ekki mætt í leiki?,“ sagði Hjörvar og var fúlasta alvara.

Arnar Sveinn Geirsson tók þá til máls og kom Guðmundi til varnar. „Þetta er góður félagi minn, hann samdi svona. Þetta segir ekkert um karakterinn, hann er að fara í brúðkaup hjá góðum vini sínum.“

Hjörvar segir að þeir Árbæingar sem hann hafi rætt við séu verulega ósáttir. „Vinir mínir í Árbænum tala um að þetta sé fjósa klúbbur, þarna sé það staðfest.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla