fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Helgi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið – ,,Hann er varla mennskur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 19:00

Helgi Valur Daníelsson, Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, mun leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hann verður fertugur í næstu viku.

Ferill hans hefur verið merkilegur að mörgu leyti. Hann hætti knattspyrnuiðkun árið 2015 en tók skóna aftur af hilluna fyrir leiktíðina 2018. Þá skrifaði hann undir hjá Fylki.

Í fyrra meiddist hann svo illa, fjórbrotnaði á fæti. Margir héldu að ferlinum væri þá endanlega lokið en allt kom fyrir ekki. Helgi kom sterkur til baka.

,,Maður hélt að þetta væri búið þegar maður sá þetta brot í fyrra. Hann er bara varla mennskur,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í nýjasta þætti Dr. Football.

Hörður Snævar Jónsson var einnig í þættinum og kvaðst bera mikla virðingu fyrir endurkomu Helga.

,,Maður ber mikla virðingu fyrir því að nenna því 39 ára ,ekkert að sanna, að koma til baka og gera það svona.“ 

Helgi á glæstan feril að baki en hann spilaði lengi erlendis með liðum eins og Peterborough í Englandi, Öster, Elfsborg og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, Beleneses í Portúgal og AGF í Danmörku.

Þá lék hann 38 leiki með yngri landsliðum Íslands og 33 leiki með A-landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“