fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Erfiðir dagar hjá Rooney: Starf hans í hættu – Lögreglan rannsakar stelpurnar ekki frekar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 08:50

Tayler Ryan, ein af stúlkunum þremur (til vinstri) og Rooney ásamt stúlku á skemmtistaðnum í Manchester á laugardag (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Wayne Rooney sem knattspyrnuþjálfari Derby County í ensku B-deildinni gæti verið í hættu eftir að myndir af honum með þremur tvítugum stúlkum á hótelherbergi um helgina fóru í dreifingu.

Eins og frægt er orðið buðu Wayne og félagar hans þremur 21 árs gömlum stelpum á borðið til sín á næturklúbbi í Manchester um helgina. Eftir á fór gengið svo á hótelherbergi stelpnanna.

Sjá einnig: Giftur Rooney fór ofurölvi á hótelherbergi með tvítugum stúlkum – Móðir einnar þeirra tjáir sig

Sagan segir að ekkert af kynferðislegum toga hafi átt sér stað þegar þangað var komið. Wayne dó svo áfengisdauða á stól í herberginu. Í kjölfarið tóku stelpurnar myndir af honum gegn hans leyfi. Til dæmis rak ein þeirra rassinn á sér í andlitið á honum á einni myndinni.

Þetta var Wayne afar ósáttur með. Hafði hann samband við lögreglu daginn eftir.

Sjá einnig: Rooney hringdi á lögreglu vegna myndanna – Segist ekki hafa gert neitt rangt

Nú hefur hins vegar komið fram í breskum fjölmiðlum að lögregla muni ekki aðhafast í málinu. Það er metið sem svo að stúlkurnar þrjár hafi ekki gert neitt getur talist saknæmt.

Heimildamaður sagði við The Sun að um helmningslíkur væru á því að Rooney fengi að halda starfi sínu.

,,Hvernig á hann að leiða hóp ungra manna (leikmenn Derby) þegar hann getur ekki hamið sjálfan sig á almannafæri þegar hann fer út að skemmta sér? Þetta skaðar ímynd félagsins,“ sagði heimildamaðurinn. Hann sagði einnig að hjá félaginu væru menn virkilega svekktir með uppátæki Rooney.

Rooney mætti til starfa hjá Derby á mánudagsmorgun. Enn sem komið er heldur hann vinnunni. Það gæti þó breyst áður en leiktíðin í ensku B-deildinni hefst.

Sjá einnig: Sjáðu myndband sem aðdáandi tók er Rooney gekk upp á hótelherbergi með stúlkunum – Stjarnan í ansi annarlegu ástandi

Sjá einnig: Eiginkona Rooney stendur með honum þrátt fyrir hneyksli helgarinnar – Telur hann vera fórnarlamb

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld

Bræðranna minnst fyrir leik Íslands í kvöld