fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Sóttkví kemur líklega í veg fyrir að Varane verði kynntur til leiks í þessari viku

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 09:24

Raphael Varane. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegnar reglna um sóttkví á Englandi mun Manchester United þurfa að bíða aðeins lengur með það að kynna Raphael Varane til leiks sem nýjan leikmann liðsins. Fabrizio Romano greinir frá.

Hinn 28 ára gamli Varane er að ganga í raðir Man Utd frá Real Madrid. Kaupverðið er talið vera rúmar 40 milljónir punda. Hann mun gera fjögurra ára samning við enska félagið.

Þar sem leikmaðurinn þarf að fara í sóttkví er ólíklegt að það takist að kynna hann til leiks sem nýjan leikmann Man Utd í þessari viku. Það mun líklegast gerast í þeirri næstu.

Romano ítrekar þó að félagaskiptin séu hundrað prósent frágengin. Frestunin er aðeins vegna reglna um sóttkví.

Franski miðvörðurinn hefur verið hjá Real Madrid í áratug. Með félaginu hefur hann orðið Spánarmeistari þrisvar og Evrópumeistari fjórum sinnum.

Þá varð Varane heimsmeistari með franska landsliðinu árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar