fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Sóttkví kemur líklega í veg fyrir að Varane verði kynntur til leiks í þessari viku

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 09:24

Raphael Varane. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegnar reglna um sóttkví á Englandi mun Manchester United þurfa að bíða aðeins lengur með það að kynna Raphael Varane til leiks sem nýjan leikmann liðsins. Fabrizio Romano greinir frá.

Hinn 28 ára gamli Varane er að ganga í raðir Man Utd frá Real Madrid. Kaupverðið er talið vera rúmar 40 milljónir punda. Hann mun gera fjögurra ára samning við enska félagið.

Þar sem leikmaðurinn þarf að fara í sóttkví er ólíklegt að það takist að kynna hann til leiks sem nýjan leikmann Man Utd í þessari viku. Það mun líklegast gerast í þeirri næstu.

Romano ítrekar þó að félagaskiptin séu hundrað prósent frágengin. Frestunin er aðeins vegna reglna um sóttkví.

Franski miðvörðurinn hefur verið hjá Real Madrid í áratug. Með félaginu hefur hann orðið Spánarmeistari þrisvar og Evrópumeistari fjórum sinnum.

Þá varð Varane heimsmeistari með franska landsliðinu árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“

Víðir furðar sig á orði sem Íslendingar nota í auknum mæli – „Þetta er tilfinningalaust stofnanamál“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga

Ómar Ingi valdi hóp til æfinga
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur