fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Sagður hafa sparkað í fyrrverandi kærustu sína áður en hann henti henni nakinni út af hótelherbergi þeirra

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 14:48

Ryan Giggs. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Giggs fór fyrir rétt í dag. Þar kom fram að hann hafi sparkað í bakið á fyrrverandi kærustu sinni og hent henni nakinni út af hótelherbergi í eitt skipti.

Þessi 47 ára gamla Manchester United-goðsögn er sakaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, ofbeldi í um þrjú ár.

Ofbeldið er talið hafa verið af bæði andlegum og líkamlegum toga. Þá var Giggs einnig sakaður um að hafa beitt yngri systur Kate, Emma, líkamlegu ofbeldi þann 1. nóvember í fyrra.

Í réttarsal í dag kom fram að þegar Kate og Giggs höfðu rifist á hóteli í Lundúnum, í kjölfar þess að Kate sakaði fyrrum knattspyrnumanninn um að reyna við aðrar konur, hafi Giggs sparkað í bakið á henni og hent henni nakinni út af herbergi þeirra. Hann hafi í kjölfarið kastað töskunni hennar í hana.

Giggs er einnig sakaður um að hafa hótað því að senda vinum Kate og yfirmönnum hennar upplýsingar um kynferðislegt samband þeirra.

Þá á Giggs að hafa mætt óboðinn heim til Kate, í líkamsræktarsalinn sem hún notaði og á vinnustað hennar eftir að hún hafði reynt að slíta sambandi þeirra.

Giggs neitar ásökununum alfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot