fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Ekkert gengið upp hjá Sölva í kjölfar fjaðrafoksins í vor – ,,Ein sorgarsaga fyrir drenginn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 09:47

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 19 ára gamli Sölvi Snær Guðbjargarson hefur ekki farið með himinskautum frá því hann kom til Breiðabliks frá Stjörnunni í vor. Hann var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Innkastið á Fótbolta.net á dögunum.

Það var mikið fjaðrafok í kringum Sölva í vor í kringum skiptin frá Garðabæ yfir í Kópavog. Talið er að stjórn Stjörnunnar hafi ekki viljað sjá leikmannin spila fyrir félagið fyrr en hann skrifaði undir nýjan samning. Samningur hans við Stjörnuna átti þá að renna út eftir þetta tímabil og var hann enn leikmaður félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þáverandi þjálfari liðsins, setti hann þó inn á sem varamann í einum leik. Vangaveltur voru um það hvort að það hafi ýtt undir ósætti Rúnars við stjórnina og á endanum orðið til þess að þjálfarinn sagði upp nokkrum dögum síðar.

Sölvi gekk í raðir Breiðabliks eftir að tímabilið hófst. Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum í Pepsi Max-deildinni fyrir Blika.

,,Maður hefur heyrt það bara af æfingum nánast hjá Breiðabliki að hann eigi langt í land og sé bara ekkert á pari við leikmenn Breiðabliks. Hann er bara eftir á í hraða, eftir á í þoli, þetta er bara eitthvað sem maður heyrir,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

Ingólfur Sigurðsson, sem einnig var í þættinum, sagði að hægt væri að setja spurningamerki við uppeldisfélag Sölva.

,,Ef það er rétt þá finnst mér það ekki síst vera áfellisdómur fyrir Stjörnuna. Hvað er búið að vera að gera á æfingum þar?“ 

Tómas hefur ekki heillast af Sölva í búningi Breiðabliks hingað til. Hann finnur þó til með honum eftir umræðuna í kringum leikmanninn unga í byrjun leiktíðar og vonast til þess að hann muni bæta sig.

,,Þegar hann hefur verið að koma inn á hefur hann ekki litið út eins og leikmaður sem getur spilað í þessu Blika-liði. Maður er að heyra að honum gangi illa að komast í takt við þetta. En hann hefur klárlega hæfileikanna, vonandi gengur þetta upp hjá honum. Þetta er náttúrulega búin að vera ein sorgarsaga fyrir drenginn, nóg vorkenndi maður honum hvað hann var settur undir slátturvélina í byrjun tímabils.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman