fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Björn fetar sömu leið og átrúnaðargoð sitt Jóhann Berg

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. júní 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keflavík og Heerenveen hafa náð samkomulagi um sölu á Birni Boga Guðnasyni! Hinn 17 ára gamli framherji Björn Bogi Guðnason hefur verið seldur til Hollenska stórliðsins Heerenveen sem spilar í efstu deild þar í landi.

Björn Bogi kom inní lið Keflavíkur á seinustu leiktíð og lék 4 leiki í Lengjudeildinni en var síðan lánaður til Víðis seinni hluta sumarsins. Björn Bogi kemur úr yngriflokka starfi Keflavíkur og Víðis.

„Björn er ungur og mjög spennandi leikmaður sem á framtíðina fyrir sér. Hann heldur til Hollands um miðjan júní og mun þar hefja nýjan kafla með nýju liði. Við erum öll gífurlega stolt af Birni og viljum óska honum alls hins besta ytra og vonum auðvitað að kauði springi út og sanni hvað í honum býr. Við viljum óska Birni og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þennan merka áfanga!,“ segir á vef Keflavíkur.

Fyrir nokkrum árum fór ungur Björn í viðtal við Víkurfréttir og ræddi um sína uppáhalds fótboltamenn. „Neymar, Ronaldo, Mbappe og Jóhann Berg,“ sagði Björn en Jóhann Berg sem leikur með Burnley í dag fór fyrst til Hollands þegar hann gerðist atvinnumaður.

Jóhann var þá 18 ára gamall þegar hann samdi við AZ Alkmaar en Björn er kantmaður líkt og Jóhann Berg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við

Magnús kveður eftir 18 ára starf og Þóroddur tekur við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Matti Villa í nýtt hlutverk

Matti Villa í nýtt hlutverk