fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Sögurnar hafa áhrif á Brynjar – ,,Ekki vel skrúfaður á“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 28. júní 2021 07:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA, var ólíkur sjálfum sér í jafnteflinu gegn FH í Pepsi Max-deildinni í gær. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, sagði við Fótbolta.net eftir leik að leikmaðurinn hafi ekki verið alveg rétt stilltur.

Hinn 21 árs gamli Brynjar hefur verið frábær fyrir KA á leiktíðinni. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd í vináttulandsleikjaglugga í kringum síðustu mánaðarmót. Þar spilaði hann mjög vel og skoraði til að mynda mark í leik gegn Póllandi.

Í kjölfarið hefur hann verið orðaður við lið utan úr heimi, til að mynda á Ítalíu og í Rússlandi. Það er tímaspursmál hvenær Brynjar fer í atvinnumennsku.

Hann var þó ekki upp á sitt besta í leiknum gegn FH í gær og fékk til að mynda dæmt á sig víti. Arnar segir sögurnar í kringum leikmanninn greinilega hafa haft áhrif.

„Brynjar er ungur leikmaður sem hefur verið frábær fyrir okkur. Það er mikið að gerast í hausnum á honum við það að yfirgefa okkur. Þú gast alveg séð á hans leik í dag að hann var ekki vel skrúfaður á og ólíkur sjálfum sér. Við getum tekið mörg móment í leiknum þar sem hann á að gera betur, hann tapaði boltanum þegar við fengum á okkur rauða spjaldið. Ég hef oft séð hann meira ‘on’ eins og maður segir,“ sagði Arnar í viðtalinu eftir leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum

Naumt tap hjá Blikum gegn Dönunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu

Sér ekki eftir að hafa hleypt Messi burt og útilokar endurkomu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Í gær

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Í gær

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn