fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. júní 2021 10:58

Ólafur Jóhannesson. ©AntonBrink © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn FH liggja nú yfir málefnum félagsins og funda um hvað skal gera, þetta herma heimildir 433.is.

Samkvæmt heimildum skoða forráðamenn FH að reka Loga Ólafsson úr starfi en tíðinda má vænta í dag ef af verður. FH tapaði 4-0 gegn Breiðabliki í gær í efstu deild karla.

FH hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu fimm leikjum og eru líkur á því að Logi verði látinn fara. Logi tók við liðinu í vetur þegar Eiður Smári Guðjohnsen hætti störfum til að taka við landsliðinu, saman höfðu þeir stýrt liðinu á síðustu leiktíð en Logi ætlaði að stíga til hliðar.

Samkvæmt heimildum 433.is eru ansi miklar líkur á því að Ólafur Jóhannesson taki við þjálfun FH en hann vann kraftaverk í Kaplakrika á árum áður.

Ólafur lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar síðasta haust en hann hafði starfað hjá félaginu í eitt tímabil. Áður var hann þjálfari Vals þar sem hann fjóra titla á fjórum árum áður en félagið lét hann fara haustið 2019.

Ólafur var fyrst þjálfari FH árið 1988 til ársins 1990, hann tók aftur við þjálfun liðsins árið 1995. Hann kom svo aftur árið 2003 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2004, 2005 og 2006, hann lét af störfum árið 2007 og tók við íslenska landsliðinu.

Ef Ólafur tekur við starfinu verður þetta því í fjórða sinn sem Ólafur tekur við FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“