fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Juve sagt undirbúa tilboð í nýjustu stjörnu Ítala – Tilbúnir til þess að senda leikmann á móti

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 20:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus er að undirbúa tilboð upp á 25 milljónir punda í Manuel Locatelli, miðjumann Sassuolo. Þá eru þeir einnig reiðubúnir til þess að senda varnarmanninn Radu Dragusin með kaupverðinu. Þetta kemur fram á vef Goal. 

Locatelli hefur verið hjá Sassuolo frá árinu 2019. Hann kom fyrst á láni frá AC Milan en var svo keyptur til félagsins. Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur komið að 18 mörkum í 99 leikjum hjá Sassuolo.

Þá hefur Locatelli verið frábær á EM 2020 það sem af er. Hann skoraði til að mynda tvö mörk gegn Sviss fyrr í vikunni.

Dragusin er 19 ára gamall miðvörður sem hefur verið á mála hjá Juventus síðan 2018. Hann hefur þó aðeins leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Juve er tilbúið í að láta hann fara ef það hjálpar þeim við það að krækja í Locatelli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Í gær

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum