fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Ólafur um stóra bindis-málið: „Bjargráður, gangráður og vandráður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. júní 2021 12:30

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Helgi Kristjánsson, fyrrum þjálfari danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, kom fram sem sérfræðingur í gærkvöldi í sjónvarpsþætti á Stöð 2 EM2020. Það sem vakti mikla athygli í þættinum var ekki það sem Ólafur hafði að segja, heldur bindisfrágangur hans.

Málið vakti mikla kátínu netverja og ákvað Guðmundur Benediktsson að fara yfir málið á Stöð2 Sport með Ólafi.

„Í upphitun fyrir leik Hollands og Austurríkis þá sjáum við hérna til hliðar þar sem að – þetta er Ólafur Kristjánsson -stoppaðu núna, við getum líka látið stoppa stundum. Nú verð ég bara að vita, og þú getur teiknað inn á þetta ef þú vilt, hvað gerðist hérna?“ spurði Guðmundur Benediktsson á Stöð2 Sport í gær.

Ólafur útskýrði málið á þennan hátt.  „Þarna er verið að vinna pínulítið með blátt í blátt eins og þú sérð Guðmundur. Þetta er klassískt dæmi um það þegar miðaldra karlmaður í tímaþröng milli leikja er að reyna klæða sig, ekki bara í myrkri heldur í spegilslausu herbergi. Hleypur svo inn í útsendingu og enginn segir neitt,“ sagði Ólafur.

„Við vorum að reyna finna orðið bjargráður, svo er til gangráður en þarna var vandráður. Hvort þetta verði nýtt trend, ég veit það ekki. Menn gleðjast bæði í Garðabæ og Austur á fjörðum að þetta skuli hafa tekist svona til. Ég verð bara að segja það að stundum er maður óheppinn og ég var verulega óheppinn en ég gat allavega glatt alla nokkur lítil hjörtu hérna í stúdíóinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki