fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Sjáðu dramatíkina í uppbótartíma í Grafarvogi: Tvö mörk og rautt spjald

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölnismenn mættu Víkingi Ólafsvík í Grafarvoginum í seinustu viku en fyrir leik voru heimamenn sigurstranglegri. Það voru þó Víkingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 40. mínútu þegar Þorleifur Úlfarsson gerði ansi vel og vippaði boltanum yfir markmanninn.

Fjölnismenn gáfust ekki upp og skoruðu bæði á 93. mínútu og 95. mínútu. Stuttu eftir seinna markið fékk Guðmundur Karl Guðmundsson að líta tvö gul spjöld og þar með rautt.

„Þetta er hrikalega dýrt, ég frétti að hann hafi sagt „af hverju er það alltaf ég sem fæ gulu spjöldin“,“ sagði Hrafnkell Freyr, einn sérfræðinga Lengjumarkanna, þegar farið var yfir atvikið en Guðmundur hafði fengið fyrra gula spjaldið í fagnaðarlátunum eftir sigurmarkið. Hann virðist svo ýta í aðstoðardómarann.

„Samkvæmt öllum lögum og reglum þá er þetta bara seinna gula spjaldið, en á ekki dómarinn að hugsa „tvö mörk, menn eru ansi hátt uppi“ og sleppt þessu,“ sagði Hörður Snævar þáttarstjórnandi.

Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni

Íslenskt teymi fær stórt tækifæri í Evrópu í vikunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu