fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Þurfa að svara fyrir sögur frá samsæriskenningasmiðum – Eriksen hafði ekki fengið bóluefni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. júní 2021 13:02

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Inter hafa ítrekað það á nýjan leik að Christian Eriksen leikmaður félagsins og Danmerkur hafði ekki fengið bóluefni fyrir COVID-19.

Liðslæknir danska landsliðsins, Morten Boesen, hefur staðfest að Christian Eriksen hafi farið í hjartaáfall í leiknum. Eins og flestir, ef ekki allir, vita þá hneig Christian Eriksen niður í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á Evrópumótinu á laugardag.

Hann andaði hvorki né var með púls um tíma og þurfti læknalið að beita hjartahnoði. Til allrar hamingju komst Eriksen þó aftur til meðvitundar og gat bæði talað og andað eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Samæriskenningar hafa farið á flug um að Eriksen hafi fengið hjartaáfall vegna COVID bólusetningar. „Hann fékk ekki COVID og hefur ekki fengið bóluefni, þessa stundina er Eriksen undir eftirliti danska landsliðsins,“ sagði Giuseppe Marotta stjórnarformaður Inter.

„Það er rétt af okkur að gefa út þessa yfirlýsingu, læknalið okkar er í samskiptum við þá.“

„Leikmennirnir eru mjög nánir og við ræddum þetta allt okkar á milli, við vildum standa saman og við fáum allar upplýsingar um stöðu mála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni