fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Segir sögusagnir um Andra ósannar og útskýrir misskilninginn – ,,Skil vel að Kela hafi svelgst á kaffinu sínu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 07:00

Andri Rúnar Bjarnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson útskýrði það í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær hvernig misskilningurinn um það að Andri Rúnar Bjarnason hafi fengið tilboð frá Víkingi Reykjavík hafi orðið til.

Hrafnkell Freyr Ágústsson sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Andri Rúnar, sem er leikmaður Esbjerg í Danmörku, hafi fengið ansi rausnarlegt tilboð frá Víkingum um það að ganga til liðs við félagið.

Mikael Nikulásson sagði þessar sögusagnir hins vegar ekki réttar í hlaðvarpsþættinum The Mike Show. Hann virðist hafa haft rétt fyrir sér þar, miðað við upplýsingarnar sem Tómas Þór kom með á borðið í gær. Hann sagði umboðsmenn Andra hafa boðið Víkingum að fá leikmanninn á ansi rausnarlegum launapakka. Eitthvað sem félagið var ekki tilbúið í.

,,Ég mæti inn í Fjós klukkutíma fyrir leik eða svo og hitti Heimi (Gunnlaugsson, varaformanni Víkings). Heimir tjáir mér það að Víkingum hafi boðist að fá Andra Rúnar Bjarnason fyrir ævintýralegar upphæðir á mánuði. Ég skil vel að Kela hafi svelgst á kaffinu sínu. Það var alveg ógljóst að þeir sem eru að umba Andra Rúnar eru að reyna að testa vatnið hérna á Íslandi áður en hann tekur einhverja ákvörðun úti. Ef hann getur fengið svona stjarnfræðilega upphæð, sem var eitthvað korter í 2 milljónir króna á mánuði, með öllu, þá væri hann bara tilbúinn að koma heim og myndi ekkert reyna á það úti. Víkingar sögðu nei takk, við erum alveg góðir. Ekki séns,“ sagði Tómas.

Það sem gerðist næst, að sögn Tómasar, var svo það að Andri Rúnar sjálfur mætti á svæðið. Hann ræddi samninginn sem umboðsmenn hans höfðu lagt á borðið við Heimi á léttum nótum. Vinur Andra, sem var með honum, mistúlkaði svo aðstæðurnar á þann hátt að Heimir hafi verið að sýna Andra þann samning sem hann gæti fengið hjá Víkingi.

Svona, segir Tómas Þór, varð misskilningurinn um það að Andri Rúnar hafi fengið tilboð frá Víkingum til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sesko skoraði tvö en ekki tókst United að vinna – Rosaleg dramatík hjá Newcastle

Sesko skoraði tvö en ekki tókst United að vinna – Rosaleg dramatík hjá Newcastle
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United