fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Urðaði yfir ríkisstjórnina og fleiri – ,,Þetta þarf bara að gerast núna!“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 12. júní 2021 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, var harðorður í garð ríkisstjórnar Íslands, borgarstjórnar Reykjavíkur og Knattspyrnusambands Íslands vegna þess þjóðarleikvangsins sem Ísland hefur upp á að bjóða til knattspyrnuiðkunar.

Lengi hefur verið vakin athygli á því að nýjan þjóðarleikvang vanti á Íslandi. Laugardalsvöllur er kominn til ára sinna og þörf er á endurbótum.

Íslenska karlalandsliðið lék vináttulandsleik á nýjum og endurbættum þjóðarleikvangi Færeyja á dögunum. Það vakti upp reiði hjá Kristjáni og fékk hann til þess að minnast á þörfina á nýjum velli á Íslandi.

,,Eftir að við vorum að spila landsleik við Færeyinga, í Færeyjum á glænýjum velli. Þá fá ríkistjórn Íslands, borgarstjórn Reykjavíkur og KSÍ öll red card frá mér,“ sagði Kristján í þætti Dr. Football í gær.

Hann sagði einnig að framkvæmdir þyrftu að hefjast sem fyrst ef ekki eigi að fara svo að íslenskt landslið neyðist til þess að flytja heimaleiki yfir til nágrannaþjóða.

,,Drullist þið til að byggja nýjan völl og það strax áður en við þurfum að fara að spila heimaleiki í einhverri undankeppni HM eða EM í Danmörku eða Svíþjóð eða hvað sem er. Þetta þarf bara að gerast núna! Ekki búa til nefnd númer 3200. Bara byggja helvítis völlinn, takk!“

Smelltu hér til að hlusta á þátt Dr. Football frá því í gær. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Í gær

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Í gær

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton