fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Góður fyrri hálfleikur tryggði Íslandi sigur á Írum

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 11. júní 2021 19:03

Agla María skoraði þrennu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því írska í vináttulandsleik sem var að ljúka. Íslenska liðið sigraði eftir að hafa skorað þrjú mörk í fyrri hálfleik.

Ísland komst yfir strax á 11. mínútu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði eftir sendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir bætti við marki stuttu síðar. Þar átti Agla María einmitt stoðsendinguna. Hún skallaði boltann á fjær eftir fyrirgjöf þar sem Gunnhildur kláraði.

Um fimm mínútum fyrir leikhlé komst Ísland í 3-0. Dagný Brynjarsdóttir skoraði þá er hún fylgdi eftir skoti Alexöndru Jóhannsdóttur. Ísland fór með góða forystu inn í hálfleik eftir flotta frammistöðu.

Írland minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik. Þá skoraði Heather Payne. Þeim tókst svo að skora annað mark seint í leiknum. Þar var að verki Amber Barrett.

Lokatölur leiksins urðu 3-2 fyrir Ísland. Liðin mætast aftur, í vináttulandsleik einnig, á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“