fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Meistaradeildarvon West Ham veik eftir tap gegn Everton

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 17:26

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton heimsótti West Ham í þriðja leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þeir unnu að lokum góðan sigur.

Dominic Calvert-Lewin skoraði og kom Everton yfir um miðjan fyrri hálfleik. Ben Godfrey átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn West Ham á framherjann knáa sem kláraði færið sitt. West Ham var betri aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að skapa sér almennileg færi.

Eftir rúman stundarfjórðung í seinni hálfleik skaut Vladimir Coufal, bakvörður West Ham, í stöngina. Heimamenn komust ekki nær því að skora. Everton fékk færi til að skora annað mark en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 0-1.

Þess má geta að Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og spilaði í 85 mínútur.

Everton er í áttunda sæti deildarinnar með 55 stig. Þeir eru 3 stigum frá West Ham, sem er í fimmta sæti. Þá á Everton leik til góða. Útlitið er orðið nokkuð svart fyrir West Ham í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Þeeir eru 5 stigum á eftir Leicester og 6 á eftir Chelsea þegar þrjár umferðir eru eftir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið