fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Tyrkland á rauðan lista og úrslitaleikurinn í uppnámi – Boris ræðir við UEFA

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrkland hefur verið skráð á rauðan lista sem áfangastaður fyrir Breta. Þetta eru slæmar fréttir fyrir Chelsea og Manchester City, sem og aðdáendur liðanna, en liðin eiga að leika úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbúl þann 29. maí. UEFA hefur verið hvatt til þess að færa leikinn til Bretlands.

Aðdáendur liðanna áttu að fá samtals 8 þúsund miða, 4 þúsund á lið. Fjöldi kórónuveirusmita í Tyrklandi hafa hins vegar gert það að verkum að fólk sem reynir að koma aftur til Bretlands frá landinu gæti verið meinað um aðgöngu.

Frá því að ljóst var að tvö ensk lið myndu leika til úrslita í Meistaradeildinni í ár hefur UEFA verið hvatt til að flytja leikinn til Bretlands. Telegraph hefur nú greint frá því að enska knattspyrnusambandið og breska ríkistjórnin hafi hafið viðræður við UEFA um að flytja leikinn til Bretlands. Rökin fyrir því eru þau að þá gætu leikmenn sloppið við það að fara í sóttkví ásamt því að breskir aðdáendur liðanna gætu mætt á völlinn.

Bretar hafa undanfarið prófað að hleypa áhorfendum aftur inn á vellina sína að hluta til. 4 þúsund áhorfendur fengu að mæta á seinni undanúrslitaleik enska bikarsins og 8 þúsund fengu að mæta á úrslitaleik enska deildabikarins. Vel tókst til í bæði skiptin og eru Bretar því bjartsýnir á að geta haldið úrslitaleik Meistaradeildarinnar, með áhorfendum.

Þess má geta að í heildina er stefnt á að 25 þúsund manns mæti á leikinn í Istanbúl, fari hann fram þar. Eins og áður var nefnt fara 8 þúsund þeirra til stuðningsmanna. Það verður hins vegar áhugavert að fylgjast með framvindu mála í ljósi þessara nýju fregna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum