fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Opnar sig um erfið veikindi – „Erfitt fyrir fjölskyldu mína að sjá mig svona“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur opnað sig um erfið veikindi sem hann glímdi við undir byrjun síðasta mánaðar en hann greindist með malaríu eftir landsliðsverkefni með landsliði Gabon.

Aubameyang missti þar af leiðandi af nokkrum leikjum með Arsenal, var lagður inn á sjúkrahús og missti fjögur kíló.

„Ég held að ég hafi tapað fjórum kílóum. Þetta voru erfiðir tímar og það var erfitt fyrir fjölskyldu mína að sjá mig svona. Ég var heppinn með að þetta var greint fljótt vegna þess að ef ekki er meðhöndlað malaríuveiki strax getur það leitt til stærri vandamála,“ sagði Aubameyang í viðtali á dögunum.

Aubameyang hefur verið að upplifa erfiða tíma hjá Arsenal á þessu tímabili en það virtist allt vera að stefna í góða átt fyrir tímabilið er hann skrifaði undir nýjan samning við Lundúnafélagið. Hann hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum og átt erfitt með markaskorun á tímabilinu.

Aubameyang segist hins vegar vera klár í að byrja leikinn mikilvæga gegn Villarreal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Í huga mínum er ég 100% tilbúinn, líkamlega er ég ekki 100%, ég er meira svona 90%,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?

Sérfræðingar opinbera vísindin á bak við þessa venju Ronaldo – Hefur þú tekið eftir henni?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni
433Sport
Í gær

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“

Dóri Árna heilt yfir sáttur við árin sex – „Hafi ríkt mikið traust á milli frá fyrsta degi til þess síðasta“
433Sport
Í gær

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“

Hörmungar Liverpool settar í samhengi – „Menn eru helvíti fljótir að gleyma“