fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Opnar sig um erfið veikindi – „Erfitt fyrir fjölskyldu mína að sjá mig svona“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur opnað sig um erfið veikindi sem hann glímdi við undir byrjun síðasta mánaðar en hann greindist með malaríu eftir landsliðsverkefni með landsliði Gabon.

Aubameyang missti þar af leiðandi af nokkrum leikjum með Arsenal, var lagður inn á sjúkrahús og missti fjögur kíló.

„Ég held að ég hafi tapað fjórum kílóum. Þetta voru erfiðir tímar og það var erfitt fyrir fjölskyldu mína að sjá mig svona. Ég var heppinn með að þetta var greint fljótt vegna þess að ef ekki er meðhöndlað malaríuveiki strax getur það leitt til stærri vandamála,“ sagði Aubameyang í viðtali á dögunum.

Aubameyang hefur verið að upplifa erfiða tíma hjá Arsenal á þessu tímabili en það virtist allt vera að stefna í góða átt fyrir tímabilið er hann skrifaði undir nýjan samning við Lundúnafélagið. Hann hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum og átt erfitt með markaskorun á tímabilinu.

Aubameyang segist hins vegar vera klár í að byrja leikinn mikilvæga gegn Villarreal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Í huga mínum er ég 100% tilbúinn, líkamlega er ég ekki 100%, ég er meira svona 90%,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona