fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Opnar sig um erfið veikindi – „Erfitt fyrir fjölskyldu mína að sjá mig svona“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 6. maí 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur opnað sig um erfið veikindi sem hann glímdi við undir byrjun síðasta mánaðar en hann greindist með malaríu eftir landsliðsverkefni með landsliði Gabon.

Aubameyang missti þar af leiðandi af nokkrum leikjum með Arsenal, var lagður inn á sjúkrahús og missti fjögur kíló.

„Ég held að ég hafi tapað fjórum kílóum. Þetta voru erfiðir tímar og það var erfitt fyrir fjölskyldu mína að sjá mig svona. Ég var heppinn með að þetta var greint fljótt vegna þess að ef ekki er meðhöndlað malaríuveiki strax getur það leitt til stærri vandamála,“ sagði Aubameyang í viðtali á dögunum.

Aubameyang hefur verið að upplifa erfiða tíma hjá Arsenal á þessu tímabili en það virtist allt vera að stefna í góða átt fyrir tímabilið er hann skrifaði undir nýjan samning við Lundúnafélagið. Hann hefur hins vegar ekki staðið undir væntingum og átt erfitt með markaskorun á tímabilinu.

Aubameyang segist hins vegar vera klár í að byrja leikinn mikilvæga gegn Villarreal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

„Í huga mínum er ég 100% tilbúinn, líkamlega er ég ekki 100%, ég er meira svona 90%,“ sagði Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög

Valur fær styrktarþjálfara frá Fram – Hefur starfað fyrir stór félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Í gær

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Í gær

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp