fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
433Sport

Ætla bjóða hinum óútreiknanlega tæpar 70 milljónir á viku til að halda honum í Manchester

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 10:00

Pail Pogba. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hyggst bjóða Paul Pogba, miðjumanni félagsins ofurlaun til þess að halda honum hjá félaginu næstu árin. Núverandi samningur Pogba hjá Manchester United rennur út á næsta ári.

Talið er að Manchester United muni bjóða Pogba 400.000 pund í vikulaun, það jafngildir rétt tæpum 70 milljónum íslenskra króna. Forráðamenn félagsins óttast að missa Pogba á frjálsri sölu á næsta ári og munu því þurfa að bjóða vel til að heilla leikmanninn.

Með þessu yrði Pogba launahæsti leikmaður félagsins en óvíst er hvað hann mun gera. Talið er að Real Madrid hafi mikinn áhuga á að fá þennan 28 ára gamla miðjumann til liðs við sig.

Pogba var á mála hjá Manchester United á sínum tíma áður en hann gekk til liðs við Juventus árið 2012. Hann samdi síðan aftur við Manchester United árið 2016 og hefur verið á Old Trafford síðan þá.

Pogba á að baki 201 leik fyrir Manchester United þar sem hann hefur skorað 38 mörk og gefið 40 stoðsendingar. Hann hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á yfirstandandi tímabili en Manchester United situr í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár