fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Reiðilestur Tokic í Efra-Breiðholti yfir drengnum unga vakti furðu – „Fyrir mér er þetta galið“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markaþáttur um Lengjudeildina hóf föngu sína á Hringbraut og 433.is í gær þar sem farið var yfir 2 umferð deildarinnar.

Meðal leikja í umferðinni var leik leikur Kórdrengja og Selfoss þar sem gestirnir unnu góðan 1-3 sigur. Hrovje Tokic skoraði tvö mörk fyrir Selfoss og átti góðan leik.

Atvikið sem vakti hins vegar mesti athygli í leiknum þegar Tokic reiddist eftir að flautað var til leiksloka. Þór Llorens Þórðarson ungur leikmaður liðsins hafði þá sent boltann á stað sem Tokic var óhress með.

„Þetta segir mikið um persónuleika Tokic, að vera að tönglast á þessu eftir sigurleik. Fyrir mér er þetta galið, þetta er ungur strákur sem er að spila sína fyrstu leiki í næst efstu deild,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur í Lengjudeildinni.

Þór Llorens hafði ekki mikinn húmor fyrir því að láta lesa yfir sér eftir sigurleik og strunsaði af velli. „Þú sérð Þór að labba af velli, vel pirraður,“ sagði Hrafnkell um atvikið sem átti sér stað í Efra-Breiðholti.

Atvikið má sjá hér að neðan eftir 8.33 í myndbandinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu

Fékk heilablóðfall á föstudag og lést eftir þrjá daga á gjörgæslu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah

Liverpool sagt klárt með arftaka fyrir Salah
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United flaug upp um nokkur sæti eftir sigur á lélegasta liði deildarinnar

United flaug upp um nokkur sæti eftir sigur á lélegasta liði deildarinnar
433Sport
Í gær

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina

Staðfest að Salah var skilinn eftir heima – Óvíst hvað gerist um helgina
433Sport
Í gær

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah

Van Dijk tjáði sig um svakalegt viðtal Salah