fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Sjáðu svakaleg fagnaðarlæti í Skotlandi – Sóttvarnarbrot, reyksprengjur og hangið í ljósastaur

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 17:30

Mynd/Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundruðir stuðningsmanna Rangers í Skotlandi mættu fyrir utan Ibrox, heimavöll félagsins í dag, til þess að fagna fyrsta meistaratitli félagsins í tíu ár. Lögreglan hafði mælt gegn fjölmennum mótmælum vegna sóttvarnarreglna í Bretlandi.

Rangers, þar sem Liverpool-goðsögnin Steven Gerrard er við stjórnvölinn, vann Aberdeen 4-0 í dag og lyftu bikarnum eftir leik. Þeir fóru í gegnum tímabilið sitt taplausir. Magnaður árangur. Það var löngu vitað að liðið yrði meistari og að það fengi meistaratitilinn afhentan eftir leikinn í dag. Því var allur þessi fjöldi stuðningsmanna mættur að fagna.

Lögreglan hafði þó beðið stuðningsmenn um það að fjölmenna ekki fyrir utan völlinn vegna sóttvarnaraðgerða sem eru til staðar vegna kórónuveirufaraldursins.

Margir létu það sem vind um eyru þjóta. Sumir mættu með reyksprengjur og einn tók upp á því að klifra upp í ljósastaur. Myndir af fagnaðarlátunum má sjá hér fyrir neðan.

 

Þessi klifraði upp í staur. Mynd/Sun
Mynd/Sun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni