fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Cavani hjólar í yfirmenn sína – ,,Ef þetta getur gerst, hvað gerist þá næst?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 14:14

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edinson Cavani, leikmaður Manchester United, hefur gagnrýnt harðlega áform eigenda félagsins um þátttöku í Ofurdeild Evrópu.

Hugmyndin um Ofurdeildina var kynnt fyrir tæpum mánuði síðan. Þar ætluðu 12 evrópsk stórlið að taka þátt. Glazer fjölskyldan, sem á Man Utd, tók virkan þátt í því að reyna að setja deildina á laggirnar. Áform um keppnina voru hins vegar stöðuð skömmu eftir að þau voru kynnt til leiks vegna harðra mótmæla stuðningsmanna félgaganna, sem og knattspyrnuheimsins í heild.

Stuðningsmenn Man Utd hafa lengi viljað Glazer fjölskylduna burt og voru tíðindin um Ofurdeildina aðeins olía á þann eld sem fyrir var til staðar. Cavani var alls ekki hrifinn af hugmyndinni um þessa nýju deild og er ekki hræddur við að segja það opinberlega.

,,Þegar ég heyrði af Ofurdeildinni sagði ég við sjálfan mig ‘þetta getur ekki verið að gerast’. Ef þetta getur gerst, hvað gerist þá næst?“ sagði leikmaðurinn.

Cavani er á þeirr skoðun að keppnin hefði útilokað það að stuðningsmenn smærri og miðlungs góðra gætu leyft sér að dreyma.

,,Ég var algjörlega ósammála hugmyndinni. Þú getur ekki hindrað möguleika minni liða á því að spila í Meistaradeildinni eða stoppað miðlungs félög til að keppa við þau stærri, að vera á meðal elítunnar. Þú getur ekki neitað stuðningsmönnum þessara liða um möguleikann á þeirri reynslu.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands