fbpx
Laugardagur 12.júní 2021
433Sport

Bjarni Mark gerði mark – Lið Stefáns Teits með stórsigur

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 15. maí 2021 16:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru Íslendingar á ferðinni með sínum liðum í dönsku og sænsku B-deildunum í dag.

Í dönsku B-deildinni spilaði Stefán Teitur Þórðarson allan leikinn með Silkeborg í 4-1 sigri á Köge. Þá sat Andri Rúnar Bjarnason allan tímann á varamannabekk Esbjerg sem steinlá, 0-4, gegn Viborg á heimavelli.

Bæði Silkeborg og Viborg hafa tryggt sér þau tvö sæti sem tryggja þátttöku í dönsku úrvalsdeildinni að ári.

Í sænsku B-deildinni skoraði Bjarni Mark Antonsson mark Brage í 1-2 tapi gegn Norrby. Anton byrjaði leikinn og spilaði 60 mínútur. Í sömu deild lék Böðvar Böðvarsson allan leikinn fyrir Helsingborg í 0-1 tapi gegn Osters.

Helsingborg er í sjötta sæti deildarinnar, með 9 stig eftir sex umferðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lengjudeild karla: Vestri með flottan heimasigur

Lengjudeild karla: Vestri með flottan heimasigur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Rooney vera einn af fimm bestu í sögunni hið minnsta

Segir Rooney vera einn af fimm bestu í sögunni hið minnsta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fabregas gat ekki valið á milli ,,foreldra sinna“

Fabregas gat ekki valið á milli ,,foreldra sinna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Starf Eiðs Smára hangir á bláþræði vegna myndbands sem er í umferð

Starf Eiðs Smára hangir á bláþræði vegna myndbands sem er í umferð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

,,Ekki oft sem ég efast um kynhneigð mína en stundum bara kemur það fyrir þarna“

,,Ekki oft sem ég efast um kynhneigð mína en stundum bara kemur það fyrir þarna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

EM 2020: Algjörir yfirburðir Ítala í opnunarleiknum

EM 2020: Algjörir yfirburðir Ítala í opnunarleiknum