fbpx
Fimmtudagur 22.janúar 2026
433Sport

City vann Newcastle í markaleik – Torres með þrennu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. maí 2021 20:58

Ferran Torres. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann útisigur gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í mögnuðum leik. Ferran Torres skoraði þrennu.

Emil Krafth kom Newcastle yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Þrjú mörk komu svo rétt fyrir leikhlé. Joao Cancelo jafnaði metin á 39. mínútu og Torres kom City yfir stuttu síðar. Newcastle fékk víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á punktinn steig Joelinton og skoraði. Staðan í hálfleik 2-2.

Heimamenn fengu annað víti um miðjan seinni hálfleik. Joe Willock tók það en Scott Carson, sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir City í dag, varði frá honum. Willock náði þó frákastinu og kom Newcastle yfir.

Gestirnir sneru leiknum sér í vil strax í kjölfarð. Mínútu eftir mark Willock jafnaði Torres með sínu örðu marki. Hann fullkomnaði svo þrennu sína örfáum mínútum síðar. Lokatölur urðu 3-4.

City er nú þegar orðið enskur meistari, eru með 13 stiga forksot á toppi deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Newcastle er í 16. sæti, þó í engri hættu á því að falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sendi væna sneið á Gary Lineker sem mun moka inn peningum í Bandaríkjunum næsta sumar

Sendi væna sneið á Gary Lineker sem mun moka inn peningum í Bandaríkjunum næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Henry með kenningu um vandræði City – Telur að Guardiola hafi ekki fyllt þetta skarð

Henry með kenningu um vandræði City – Telur að Guardiola hafi ekki fyllt þetta skarð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Verður næstdýrastur í sögunni

Verður næstdýrastur í sögunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hollendingarnir reyna áfram en United er tregt til að sleppa honum

Hollendingarnir reyna áfram en United er tregt til að sleppa honum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Shearer segir aðeins tvö lið geta unnið Meistaradeildina

Shearer segir aðeins tvö lið geta unnið Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Myndband: Kom Eiði Smára á óvart og sagði hann hafa komið af stað tískubylgju – „Þessi mynd er náttúrulega hræðileg“

Myndband: Kom Eiði Smára á óvart og sagði hann hafa komið af stað tískubylgju – „Þessi mynd er náttúrulega hræðileg“
433Sport
Í gær

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool