fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Ari borinn meiddur af velli – Báðir vinstri bakverðir landsliðsins meiddir fyrir komandi verkefni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 18:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Freyr Skúlason var borinn af velli meiddur í 1-1 jafntefli gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Nú eru báðir vinstri bakverðir A-landsliðsins meiddir fyrir komandi landsliðsverkefni.

Ari meiddist þegar tæpar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þá lenti hann í slæmu samstuði við leikmann andstæðingsins. Ekki er vitað hversu slæm meiðslin eru að svo stöddu.

Fyrir er Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður CSKA Moskvu, meiddur. Hann sleit hásin fyrir rúmum mánuði og verður frá í þó nokkurn tíma. Báðir leikmenn hafa síðustu ár leikið í stöðu vinstri bakvarðar hjá íslenska landsliðinu.

Íslenska landsliðið mætir Mexíkó (30. maí), Færeyjum (4. júní) og Póllandi (8. júní) í vináttulandsleikjum á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns