fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Erlendur auðkýfingur gagnrýnir KR harkalega vegna komu Kjartans – Hjörvar kemur þeim til varnar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 13:32

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Atriði númer þúsund yfir slæma samninga í fótbolta Í Evrópu. Kjartan Finnbogason (Verður 35 ára í júlí) og verður 38 ára þegar nýr samningur hans er á enda,“ skrifar Jordan Gardner eigandi Helsingor í Danmörku, eigandi Dundalk í Írlandi og meðeigandi Swansea í næst efstu deild Englands um Kjartan Henry Finnbogason.

Kjartan Henry gekk í dag í raðir KR frá Esbjerg í Danmörku, framherjinn knái snýr aftur heim og fékk þriggja ára samning hjá KR. Gardner sem vellauðugur telur að leikmaður sem er á þessum aldri eigi ekki skilið þriggja ára samning. Garner skilur ekki hvað KR gengur til að gera samning til þriggja ára.

Kjartan fékk samningi sínum rift eftir að ljóst varð að Esbjerg kemst ekki upp í úrvalsdeildinni, Ólafur Kristjánsson var rekinn sem þjálfari liðsins í fyrradag eftir að það varð ljóst.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football svarar Gardner á Twitter og segir. „Kjartan er hluti af DNA sem KR hefur og mun hann vekja áhuga á KR. Það hefur vantað í KR, ég skil hvað þú átt við. Þetta er pínu eins og Jermain Defoe til Bournemouth en Kjartan gefur KR svo mikið. Hann er síðasti vondi karlinn í íslenskum fótbolta. Fólk elskar hann eða hatar,“ skrifar Hjörvar.

Gardner svarar Hjörvari til baka og er áfram á sömu skoðun. „Ég skil það allt, samt sem áður fáránlegur samningur út frá aldri. Sama við hvaða aðstæður það er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn