fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Óvissa með framtíð nokkurra leikmanna Arsenal í sumar – Þessir eru að berjast fyrir framtíð sinni hjá félaginu

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir leikmenn gætu yfirgefið Arsenal í sumar eftir erfitt tímabil liðsins. The Sun hefur tekið saman lista yfir sjö leikmenn sem þeir telja vera að spila upp á framtíð sína þessa stundina.

William Saliba

Varnarmaðurinn ungi hefur staðið sig vel hjá Nice síðan hann kom þangað á láni í janúar. Vörn Arsenal hefur verið óstöðug en þrátt fyrir það fékk Saliba ekki tækifæri þar fyrir áramót. Hann gæti því farið í sumar.

Calum Chambers

Chambers hefur nokkuð óvænt unnið sér inn sæti í liði Arsenal í síðustu leikjum. Hann hafði verið lengi frá vegna krossbandsslita. Hann hefur spilað vel undanfarið og spurning hvort hann sé endanlega orðinn fyrsti kostur í stöðu hægri bakvarðar hjá Arsenal.

David Luiz

Luiz var flottur áður en hann meiddist í vetur og var meira að segja talað um að hann gæti fengið nýjan eins árs samning. Það gæti þó verið að Mikel Arteta stóli á yngri menn á næsta tímabili.

Alexandre Lacazette

Lacazette á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Hann hefur verið góður undanfarið en félagið gæti freistast til þess að fá fína summu fyrir hann í sumar í stað þess að missa hann frítt árið 2022.

Eddie Nketiah

Nketiah fékk mörg tækifæri undir stjórn Arteta á síðustu leiktíð en þau hafa verið af skornum skammti á þeirri sem nú stendur yfir. Hann þarf að fá nokkra leiki í röð til að öðlast sjálfstraust og það er óvíst hvort hann fái þá hjá Arsenal.

Mohamed Elneny

Elneny hefur óvænt fengið töluvert af tækifærum á þessari leiktíð. Hann var á láni hjá Besiktas á þeirri síðustu. Hann virðist vera ánægður með að vera partur af stórum leikmannahóp og fá tækifæri af og til. Það gæti þó verið að Arsenal vilji gefa yngri leikmönnum þær mínútur sem hann tekur í dag.

Ainsley Maitland-Niles

Maitland-Niles er á láni hjá West Brom í dag og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Arsenal nú þegar. Thomas Partey og Granit Xhaka eiga fast sæti á miðju Arsenal og er talið að Joe Willock, sem er á láni hjá Newcastle, fái sénsinn frekar en Maitland-Niles.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Í gær

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Í gær

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga