fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Evrópudeildin: 8-liða úrslitin hófust í kvöld – Manchester United vann sinn leik en Arsenal missteig sig

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 20:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri leikir 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru  fram í kvöld. Manchester United vann sinn leik og Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag. Roma vann Ajax og lærisveinar Unai Emery hjá Villarreal höfðu betur gegn Dinamo Zagreb.

Á Spáni tóku heimamenn í Granada á móti Manchester United. Marcus Rashford kom Manchester United yfir með marki á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Victor Lindelöf. Það var síðan Bruno Fernandes sem innsiglaði 2-0 sigur Manchester United með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Á Emirates Stadium í Lundúnum tók Arsenal á móti Slavia Prag frá Tékklandi. Fyrsta mark leiksins kom á 86. mínútu, það skoraði Nicolas Pepe eftir stoðsendingu frá Pierre Emerick Aubameyang. Gestirnir í Slavía Prag náðu hins vegar inn mikilvægu útivallarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma. Markið skoraði Tomas Holes. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Í Hollandi tók Ajax á móti Roma. Davy Klaasen kom Ajax yfir með marki á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Dusan Tadic. Þannig stóðu leikar allt þar til á 57. mínútu þegar að Lorenzo Pellegrini jafnaði metin fyrir Roma. Það var síðan Ibanez sem tryggði Roma sterkan 2-1 útivallarsigur með marki á 87. mínútu.

Á Maximir vellinum í Króatíu tóku heimamenn í Dinamo Zagreb á móti Villarreal. Gerard Moreno kom Villarreal yfir með marki út vítaspyrnu á 44. mínútu. Þetta reyndist eina mark leiksins og fór Villarreal því með 1-0 útisigur af hólmi.

Seinni leikir 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar fara fram þann 15. apríl næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel

Fjögurra ára gömul spá virts tímarits um byrjunarlið Englands eldist misvel
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount

Stuðningsmaður Tottenham handtekinn eftir dónaskap í garð Mason Mount
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands

Magnús Daði fór á reynslu til Bayern – Faðir hans fyrrum landsliðsmaður Íslands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley

Staðfesta hvernig Evrópumótið 2028 verður – Byrjað í Cardiff og úrslitaleikurinn á Wembley