fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Evrópudeildin: 8-liða úrslitin hófust í kvöld – Manchester United vann sinn leik en Arsenal missteig sig

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 20:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrri leikir 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru  fram í kvöld. Manchester United vann sinn leik og Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag. Roma vann Ajax og lærisveinar Unai Emery hjá Villarreal höfðu betur gegn Dinamo Zagreb.

Á Spáni tóku heimamenn í Granada á móti Manchester United. Marcus Rashford kom Manchester United yfir með marki á 31. mínútu eftir stoðsendingu frá Victor Lindelöf. Það var síðan Bruno Fernandes sem innsiglaði 2-0 sigur Manchester United með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Á Emirates Stadium í Lundúnum tók Arsenal á móti Slavia Prag frá Tékklandi. Fyrsta mark leiksins kom á 86. mínútu, það skoraði Nicolas Pepe eftir stoðsendingu frá Pierre Emerick Aubameyang. Gestirnir í Slavía Prag náðu hins vegar inn mikilvægu útivallarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma. Markið skoraði Tomas Holes. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Í Hollandi tók Ajax á móti Roma. Davy Klaasen kom Ajax yfir með marki á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Dusan Tadic. Þannig stóðu leikar allt þar til á 57. mínútu þegar að Lorenzo Pellegrini jafnaði metin fyrir Roma. Það var síðan Ibanez sem tryggði Roma sterkan 2-1 útivallarsigur með marki á 87. mínútu.

Á Maximir vellinum í Króatíu tóku heimamenn í Dinamo Zagreb á móti Villarreal. Gerard Moreno kom Villarreal yfir með marki út vítaspyrnu á 44. mínútu. Þetta reyndist eina mark leiksins og fór Villarreal því með 1-0 útisigur af hólmi.

Seinni leikir 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar fara fram þann 15. apríl næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina