fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Þetta sagði Solskjær við reiða stuðningsmenn United í gær

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United söfnuðust saman við æfingasvæði félagsins í gær til að mótmæla Glazer fjölskyldunni sem á klúbbinn. Ole Gunnar Solskjaer þurfti á endanum að koma út og róa mannskapinn niður.

Amerísku eigendurnir eru taldir hafa verið arkitektar Ofurdeildarinnar sem tilkynnt var á sunnudag. Ensku klúbbarnir staðfestu allir brottför sína úr deildinni á þriðjudag eftir vaxandi neikvæða umræðu frá sjónvarpsstöðvum, aðdáendum og ríkisstjórn Bretlands.

Stuðningsmennirnir brutu sér leið inn á svæðið og stóðu við innganginn, þangað komu Solskjær, Nemanja Matic, Michael Carrick og Darren Fletcher.

Stuðningsmennirnir neituðu að fara af svæðinu fyrr en Solsjær mætti og ræddi við þá. Hann ræddi við þá og sagði meðal ananrs „Joel elskar þetta félag,“ sagði Solskær og átti þar við Joel Glazer einn af þeim sem á félagið.

Þessi yfirlýsing Solskjær féll ekki vel í alla en margir kölluðu á hann að þetta væri einfaldlega rangt, stuðningsmenn United hafa í sextán ár verið í nöp við Glazer fjölskylduna.

Solskjær gagnrýndi kaup Glazer fjölskyldunnar árið 2005 þegar hann var leikmaður og var hann spurður að því hvað hefði breyst. Solskjær gat ekki svarað því.

Í enskum blöðum kemur fram að talsverður hiti hafi verið í stuðningsmönnum þegar þeir ræddu við Solskjær en þeir vilja að Glazer fjölskyldan selji félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 2 dögum

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 3 dögum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu