fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Þetta sagði Solskjær við reiða stuðningsmenn United í gær

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Manchester United söfnuðust saman við æfingasvæði félagsins í gær til að mótmæla Glazer fjölskyldunni sem á klúbbinn. Ole Gunnar Solskjaer þurfti á endanum að koma út og róa mannskapinn niður.

Amerísku eigendurnir eru taldir hafa verið arkitektar Ofurdeildarinnar sem tilkynnt var á sunnudag. Ensku klúbbarnir staðfestu allir brottför sína úr deildinni á þriðjudag eftir vaxandi neikvæða umræðu frá sjónvarpsstöðvum, aðdáendum og ríkisstjórn Bretlands.

Stuðningsmennirnir brutu sér leið inn á svæðið og stóðu við innganginn, þangað komu Solskjær, Nemanja Matic, Michael Carrick og Darren Fletcher.

Stuðningsmennirnir neituðu að fara af svæðinu fyrr en Solsjær mætti og ræddi við þá. Hann ræddi við þá og sagði meðal ananrs „Joel elskar þetta félag,“ sagði Solskær og átti þar við Joel Glazer einn af þeim sem á félagið.

Þessi yfirlýsing Solskjær féll ekki vel í alla en margir kölluðu á hann að þetta væri einfaldlega rangt, stuðningsmenn United hafa í sextán ár verið í nöp við Glazer fjölskylduna.

Solskjær gagnrýndi kaup Glazer fjölskyldunnar árið 2005 þegar hann var leikmaður og var hann spurður að því hvað hefði breyst. Solskjær gat ekki svarað því.

Í enskum blöðum kemur fram að talsverður hiti hafi verið í stuðningsmönnum þegar þeir ræddu við Solskjær en þeir vilja að Glazer fjölskyldan selji félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbappe yfirgefur hópinn

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Í gær

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea

Fékk að mæta til æfinga eftir að hafa verið í sprengjusveit Chelsea
433Sport
Í gær

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni
433Sport
Í gær

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust