fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Bellingham til Englands í sumar? – Stjarnfræðilegt tilboð talið vera í kortunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 18:00

Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham, 17 ára miðjumaður Borussia Dortmund, er á óskalista Chelsea fyrir sumarið. Þó nokkrir erlendir miðlar skrifa um hugsanleg skipti leikmannsins.

Bellingham hefur verið frábær fyrir Dortmund upp á síðkastið. Hann skoraði til að mynda gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Þá hefur hann nú þegar leikið tvo A-landsleiki fyrir England, þrátt fyrir ungan aldur.

Chelsea er talið ætla að bjóða Dortmund 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Jafnframt gæti áhugi liðsins á Bellingham þýtt að það muni ekki reyna að fá Declan Rice, miðjumann West Ham. Sá síðarnefndi hefur reglulega verið orðaður við bláliða í töluverðan tíma.

Liverpool ku einnig fylgjast með gangi mála hjá Bellingham. Áhugi Chelsea er þó talinn vera meiri.

Dortmund keypti Bellingham frá Birmingham á 25 milljónir punda í fyrra. Líklegt er að þeir muni gera allt í sínu valdi til að halda leikmanninum hjá sér. Það gæti þó verið erfitt fyrir liðið að hafna himinnháu tilboði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola útilokar sölu

Guardiola útilokar sölu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær

Neville tók eftir þessari breytingu á stuðningsmönnum United í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn
433Sport
Í gær

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar
433Sport
Í gær

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum

Útilokar að ná sáttum við Rio Ferdinand – Hittust á strönd og hann neitaði að heilsa honum