fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Manchester United og Arsenal áfram í undanúrslit – Emery mætir aftur á Emirates Stadium

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 20:52

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það varð ljóst í kvöld hvaða lið mætast í undanúrslitum Evrópudeildarinnar er 8-liða úrslitum keppninnar lauk. Manchester United, Arsenal, Roma og Villarreal tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum með sigri úr sínum einvígum.

Á Old Trafford í Manchester, tóku heimamenn í Manchester United á móti spænska liðinu Granada. Fyrri leik liðanna lauk með 2-0 sigri Manchester United.

Edinson Cavani kom Manchester United yfir í kvöld  með marki strax á 6. mínútu.

Það var síðan Juan Mata sem tryggði Manchester United 2-0 sigur í kvöld. Manchester United er því komið áfram í undanúrslit með samanlögðum 4-0 sigri úr einvíginu.

Arsenal kláraði verkefnið af öryggi í Tékklandi

Á Eden vellinum í Prag, tóku heimamenn í Slavia Prag á móti Arsenal. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli.

Nicolas Pepe, kom Arsenal yfir í kvöld með marki á 18. mínútu. Eftir það settu leikmenn Arsenal í fluggírinn.

Á 21. mínútu, tvöfaldaði Alexandre Lacazette, forystu Arsenal með marki úr vítaspyrnu og Bukayo Saka, bætti síðan við þriðja marki Arsenal þremur mínútum síðar.

Það var síðan Alexandre Lacazette sem innsiglaði 4-0 sigur Arsenal með marki á 77. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og Arsenal tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum með 5-1 sigri úr einvíginu.

Roma hafði betur gegn Ajax

Á Ólympíuleikvanginum í Róm, tók Roma á móti Ajax. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og leikur kvöldsins endaði með 1-1 sigri jafntefli. Roma kemst því áfram með 3-2 sigri úr einvíginu.

Emery mætir aftur á Emirates Stadium

Villarreal tók á móti Dinamo Zagreb á Estadio de la Cerámica á Spáni. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Villarreal og í kvöld tryggðu heimamenn sér sæti í undanúrslitum með 2-1 sigri. Villarreal er því komið í undanúrslit með samanlögðum 3-1 sigri.

Dregið var í undanúrslit Evrópudeildarinnar á sama tíma og í 8-liða úrslitin. Þessi lið munu mætast í undanúrslitum. Það ber hæst að nefna að Unai Emery, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal og núverandi stjóri Villarreal, mætir á sinn gamla heimavöll.

Þá er möguleiki á því að Manchester United og Arsenal geti mæst í úrslitaleik keppninnar. Fyrri leikir undanúrslitanna verða leiknir þann 29. apríl.

Undanúrslit Evrópudeildarinnar:
Manchester United – Roma
Arsenal – Villarreal

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal

Segja að fjöldi leikmanna í hópnum þoli ekki Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Fara fram á gjaldþrot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan

Roy Keane gagnrýnir þennan leikmann enska landsliðsins – Segir hann of linan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“

Ástríðufull ræða Pep Guardiola – „Ef við megum ekki kalla þetta þjóðarmorð, hvað er það þá?“
433Sport
Í gær

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Í gær

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins