fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Chelsea og Paris Saint-Germain áfram í undanúrslit – Evrópumeistararnir úr leik

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 20:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Chelsea komst áfram í undanúrslit eftir samanlagðan sigur gegn Porto og Paris Saint-Germain sló út Evrópumeistara Bayern Munchen þrátt fyrir tap á heimavelli í kvöld.

Á Parc des Princes í París tóku heimamenn í Paris Saint-Germain á móti Bayern Munchen. Fyrri leikur liðanna fór fram á Allianz Arena í Þýskalandi og var æsispennandi. Paris Saint-Germain fór þar með 3-2 útisigur af hólmi.

Bayern Munchen vann leik kvöldsins með einu marki gegn engu. Eina mark leiksins skoraði fyrrum leikmaður Paris Saint-Germain, Chuopo-Moting á 40. mínútu.

Sigur Bayern Munchen í kvöld tryggði liðinu samt sem áður ekki sigur í einvíginu og sæti í undanúrslitum. Paris Saint-Germain fer áfram á fleiri skoruðum útivallarmörkum í einvíginu sem endaði með 3-3 jafntefli, Evrópumeistarar Bayern Munchen eru úr leik.

Chelsea komið með farmiða í undanúrslit

Á Ramón Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla á Spáni, mættust Chelsea og Porto. Fyrri leikur liðanna fór fram á sama velli og þá var Porto heimaliðið. Sá leikur endaði með 2-0 sigri Chelsea.

Leikur kvöldsins endaði með 1-0 sigri Porto. Eina mark leiksins skoraði Mehdi Taremi í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Chelsea er samt sem áður komið áfram í undanúrslit með samanlögðum 2-1 sigri úr einvíginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni