fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Klopp hvetur sína menn til dáða fyrir stórleikinn gegn Real Madrid – Þýðir ekki að horfa á fortíðina það sé núið sem skipti máli

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið verði að spila fullkominn leik á morgun gegn Real Madrid til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool tekur á móti Real Madrid á Anfield á morgun en fyrri leik liðanna lauk með 3-1 sigri Real Madrid.

Liverpool hefur í þónokkur skipti í knattspyrnusögunni náð hinum ótrúlegustu endurkomum en Klopp segir að það muni skipta litlu máli á morgun.

„Þú nærð ekki endurkomu vegna þess að þú hefur náð endurkomu áður. Þú átt aðeins möguleika ef þú spilar góðan fótbolta í nútíðinni. Auðvitað væri lang best að koma sér ekki í þá stöðu að þurfa á endurkomu að halda en það þýðir ekkert fyrir okkur að tala um það núna,“ sagði Klopp á fréttamannafundi fyrir leik.

Það er skýrt í huga Klopps, hvað Liverpool þarf að gera annað kvöld.

„Við megum ekki fá á okkur mark og ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í síðasta leik, þá getum við komið okkur í góða stöðu,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Leikur Liverpool og Real Madrid á Anfield annað kvöld hefst klukkan 19:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði