fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Klopp hvetur sína menn til dáða fyrir stórleikinn gegn Real Madrid – Þýðir ekki að horfa á fortíðina það sé núið sem skipti máli

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sitt lið verði að spila fullkominn leik á morgun gegn Real Madrid til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Liverpool tekur á móti Real Madrid á Anfield á morgun en fyrri leik liðanna lauk með 3-1 sigri Real Madrid.

Liverpool hefur í þónokkur skipti í knattspyrnusögunni náð hinum ótrúlegustu endurkomum en Klopp segir að það muni skipta litlu máli á morgun.

„Þú nærð ekki endurkomu vegna þess að þú hefur náð endurkomu áður. Þú átt aðeins möguleika ef þú spilar góðan fótbolta í nútíðinni. Auðvitað væri lang best að koma sér ekki í þá stöðu að þurfa á endurkomu að halda en það þýðir ekkert fyrir okkur að tala um það núna,“ sagði Klopp á fréttamannafundi fyrir leik.

Það er skýrt í huga Klopps, hvað Liverpool þarf að gera annað kvöld.

„Við megum ekki fá á okkur mark og ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í síðasta leik, þá getum við komið okkur í góða stöðu,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Leikur Liverpool og Real Madrid á Anfield annað kvöld hefst klukkan 19:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Í gær

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 2 dögum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta