fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Skórnir sem Gylfi skartaði um helgina vekja mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti talsverða athygli um helgina þegar Gylfi Þór Sigurðsson birti mynd af sér á Instagram, þar var hann staddur á æfingu hjá Everton.

Það vakti enga sérstaka athygli að Gylfi væri staddur á æfingu, heldur sú staðreynd að Gylfi var klæddur í skó frá Puma.

Gylfi hefur allan sinn feril leikið í skóm frá Nike en svo virðist sem samningur hans við Nike sé á enda, Gylfi hefur hins vegar ekki skrifað undir hjá Puma.

Samkvæmt upplýsingum sem 433.is hefur er Gylfi að prufa skóna frá Puma, fyrirtækið hefur verið að reyna að semja við bestu knattspyrnumenn Íslands eftir að hafa samið við KSÍ um að framleiða treyjur Íslands.

Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley samdi við Puma á dögunum og Sara Björk Gunnarsdóttir leikmaður Lyon gerði það sömuleiðis.

Nú gæti svo farið að Puma nái samningi við Gylfa en fyrirtækið hefur verið að stækka í heimi fótboltans, þannig samdi fyrirtækið við Neymar á dögunum en áður voru stærstu stjörnur fótboltans aðeins í Nike og Adidas.

Skórnir sem Gylfi var í um helgina má sjá hér að neðan en hann gæti spilað í þeim gegn Brighton í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot