fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Ef Kane fer frá Tottenham þá eru þetta liðin sem eru líklegust til að næla í hann

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane, leikmaður Tottenham gæti verið í leit að nýrri áskorun eftir tímabilið. Kane hefur skorað 216 mörk á sínum ferli með Tottenham en hefur ekki enn tekist að vinna titil með félaginu.

Framtíð Kane hjá Tottenham hefur verið mikið í umræðunni en titlaleysi gæti farið að angra leikmanninn sem er orðinn 27 ára.

Fari það svo að Kane muni yfirgefa Tottenaham þá er Manchester City líklegasta liðið, samkvæmt veðbankanum Betfair, að næla í framherjann.

Næst á eftir Manchester City koma erkifjendurnir í Manchester United, Lundúnaliðið Chelsea og franska liðið PSG þar sem fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, Mauricio Pochettino er við stjórnvölinn.

Harry Redknapp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham, kom hins vegar með varnarðarorð og beindi þeim að Harry Kane í viðtali á Talksport. Redknapp vill meina að grasið er ekki alltaf grænna annars staðar. Það að Kane skipti um félag sé ekki ávísun á að hann muni vinna titla.

Redknapp telur mikilvægi Kane hjá Tottenahm vera gífurlega mikið.

„Hann er leiðtoginn. Fyrir mér er hann besti framherjinn af þessu tagi í heiminum. Hann er algjör atvinnumaður, frábær náungi. Ef hann fer frá Tottenham þá er ekki hægt að koma í hans stað,“ sagði Harry Redknapp á Talksport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Verst rekni vinnustaður í sögunni“

,,Verst rekni vinnustaður í sögunni“
433Sport
Í gær

Fullkrug mættur til Ítalíu

Fullkrug mættur til Ítalíu
433Sport
Í gær

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu
433Sport
Í gær

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð

Stórstjarnan vakti athygli á Íslandi og skilur eftir sig skarð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“

Hvað verður um gömlu kynslóðina á nýju ári? – „Hann notar hann ekki“