fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Mikilvægur sigur Liverpool í dramatískum leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 16:12

Trent Alexander-Arnold. Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Aston Villa í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Heimamenn komust í hann krappan en unnu þó að lokum mikilvægan sigur.

Ollie Watkins kom Aston Villa yfir á 43.mínútu leiksins eftir undirbúning frá John McGinn. Stuttu síðar var útlit fyrir að Liverpool hafi jafnað þegar Roberto Firmino kom boltanum í netið. Eftir aðstoð VAR komust dómarar þó að þeirri niðurstöðu að Diogo hafi verið rangstæður í aðdraganda marksins. Tæpt var það þó. Staðan var 0-1 í hálfleik.

Mohamed Salah jafnaði leikinn á 57.mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti sem Emi Martinez, markvörður Villa, hafði varið frá Andy Robertson.

Það stefndi allt í jafntefli á Anfield þar til Trent Alexander-Arnold skoraði sigurmarkið snemma í uppbótartíma. Matty Cash hafði þá reynt að hreinsa boltann burt frá marki en þó beint á Trent sem lék á Douglas Luiz og skoraði.

Lokatölur 2-1 fyrir Liverpool sem er, tímabundið hið minnsta, komið í fjórða sæti deildarinnar. Villa siglir lignan sjó í tíunda sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið